48 ákvað hún að hringja í lögguna. Hún sagði að Rósalína Sigurðardóttir seldi töfrahummus og það hlyti að vera ólöglegt. Hún sagði líka að töfrahummusinn væri undir kennaraborðinu í myndmenntastofunni. Síðan hringdi hún í Ævar til að láta hann vita en það var slökkt á símanum hans. Á meðan sat Rósalína niðurlút inni á kennarastofu og starði ráðalaus út í loftið. Hún reyndi að rekja sig til baka og átta sig á hvað hefði orðið af hummusnum. Allt í einu birtist Bragi, stjúpsonur hennar og bekkjarbróðir systkinanna, í dyragættinni. „Hæ, er allt í lagi?“ „Ekki trufla mig asninn þinn!“ „Ég sá bara að stofan þín var opin og mér sýndist ég sjá Hrafntinnu og Ævar vera eitthvað að sniglast þar.“ Rósalína hnyklaði brýnnar. Hún heyrði ekki í Braga þegar hann kvaddi. Allt í einu brosti hún út að eyrum og dreif sig niður í myndmenntastofu til að sækja bíllykilinn. Hún flýtti sér aftur út úr stofunni en hljóp þá beint í fangið á tveim lögreglukonum. „Rósalína Sigurðardóttir?“ spurði sú ljóshærða á meðan sú dökkhærða fór beinustu leið að kennaraborðinu og leitaði af sér allan grun. „Uu, já?“ svaraði hún. „Við þurfum að ræða við þig.“ hélt sú ljóshærða áfram. „Um hvað?“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=