47 „Auðvitað er þetta byssa, hvað sýnist þér? Ef ég mála ekki þessa mynd handa honum þá er ég augljóslega að fara að lenda uppi á spítala. Svo nú finnurðu hummusinn, annars tek ég allt sem þér er annt um!“ Þórkatla strunsaði út og Rósalína fór fram stuttu síðar. Systkinin litu dolfallin hvort á annað. „Við verðum að skila þessum hummus strax. Ekki séns að ég vilji blanda mér í þetta!“ sagði Hrafntinna. „Ertu galin? Þá heldur Rósalína bara áfram að svindla og niðurlægja okkur. Við verðum að afhjúpa hana,“ svaraði Ævar. „En viltu að Þórkatla lendi uppi á spítala?“ „Nei, auðvitað ekki.“ „Einmitt. Komdu.“ Systkinin sáu sér til undrunar að myndmenntastofan var galopin. Hrafntinna fór inn og kom krukkunni fyrir á kennaraborðinu meðan Ævar stóð vörð frammi á gangi. Þegar hún kom til baka sagði Ævar: „Þetta er alltof augljóst, hún fattar strax að einhver tók krukkuna og skilaði henni aftur.“ Hann skaust inn og sagði: „Ég ætla að leggja hana á hliðina bakvið ruslafötuna undir borðinu.“ Síðan flýttu þau sér í burtu. Þegar þau voru komin dágóðan spöl frá skólanum litu þau loks hvort á annað og fóru að skellihlæja. Ævar fór heim en Hrafntinna fór til vinkonu sinnar til að gista. Á leiðinni þangað hugsaði hún með sér að það væri nú rétt hjá Ævari að þau yrðu að afhjúpa Rósalínu. Á endanum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=