RISAstórar smáSögur 2025

46 „Komdu!“ sagði hún prakkaralega og benti honum á að elta sig inn á klósett. Hún dró hummusinn upp úr töskunni. Ævar gapti. „Af hverju stalstu humm …“ „Uss! Ekki svona hátt!“ Hrafntinna útskýrði í hálfum hljóðum en snarþagnaði þegar hún heyrði fótatak nálgast. Þau náðu naumlega að smeygja sér inn í innsta básinn og halla að sér áður en tvær manneskjur komu inn á baðherbergið. Þau heyrðu skipandi en taugatrekkta kvenrödd. „Þú verður að finna hummusinn.“ „Hummusinn bara hvarf, ég skil ekki hvað varð af honum!“ ítrekaði Rósalína áhyggjufull. „Ég á von á greiðslu frá manni fyrir að mála mynd af honum,“ hélt óþekkta konan áfram. „En Þórkatla, þú ert ekki einu sinni listmálari. Þú ert húsamálari.“ „Já, en hann greinilega veit það ekki. Hann hefur örugglega ekki nóg vit og hefur ekki náð að þroskast nóg. En þess vegna get ég heldur ekki málað flotta mynd af honum ef ég fæ ekki töfrahummus hjá þér.“ Þórkatla gramsaði í töskunni sinni. „Sjáðu, þetta er myndin af honum sem ég á að mála eftir. Hann er greinilega stórhættulegur glæpamaður! Hann hefur ábyggilega horft á aðeins of mikið af glæpamyndum.“ „Er þetta byssa sem hann heldur á?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=