RISAstórar smáSögur 2025

45 Töfrahummusinn Aðalgeir Emil Arason Kjærbo, 11 ára Thor Guðni Arason Kjærbo, 8 ára „Rósalína,“ kallaði þreytt stúlka í sjötta bekk um leið og hún rétti upp hönd, „er þetta betra?“ „Látum okkur nú sjá,“ svaraði myndmenntakennarinn að bragði og beygði sig yfir borð nemandans. Hún flissaði. „Nei, Hrafntinna, þetta er jafnvel enn ljótara hjá þér en áðan. Sjáðu myndirnar mínar. Svona mála meistarar.“ Skyndilega var barið að dyrum. Rósalína fór til dyra og brá sér fram á gang. Á meðan fór Hrafntinna og náði sér í málningarkrukku á kennaraborðinu. Þegar hún var að setjast aftur í sætið sitt kom Rósalína aftur inn og fór beint að kennaraborðinu. Henni var greinilega brugðið en allt í einu varð hún ljúf sem lamb og spurði: „Krakkar, hafið þið nokkuð séð nestið mitt? Ég var með hummus í nesti.“ Krakkarnir svöruðu neitandi en þá áttaði Hrafntinna sig á því að hún hafði ruglast á málningu og mat. Til þess að verða ekki að athlægi brá hún á það ráð að stinga krukkunni ofan í tösku. Í sömu andrá hringdi bjallan og bekkurinn ruddist út úr stofunni. Þegar Hrafntinna kom fram á gang kom Ævar, tvíburabróðir hennar, upp að henni og hafði orð á því hvað Rósalína hefði brugðist furðulega við týndum hummus.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=