43 „Kærar þakkir fyrir að frelsa mig úr fangelsinu, án ykkar væri ég örugglega enn fangi,“ sagði álfadrottningin. „Þú nýttir óskirnar þínar til að hjálpa öðrum Salka svo þú átt skilið að fá aðrar þrjár óskir.“ Álfadrottningin, sem núna hafði fengið krafta sína til baka opnaði aftur leiðina heim í gegnum töfrahringinn. Þegar við löbbuðum í gegnum hringinn kallaði drottningin á eftir mér: „Vertu svo alltaf velkomin í heimsókn.“ „Sömuleiðis,“ sagði ég. Síðan löbbuðum við Bjarni saman heim. Þegar ég kom heim sagði mamma: „Hvar hefur þú verið?“ Ég svaraði: „Það er löng saga …“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=