42 Þegar krakkarnir komu að ganginum þar sem drottningin var fangi kallaði ég upp og óskaði mér þess að við krakkarnir yrðum öll ofurhetjur með krafta til þess að fara í gegnum öll tröllin og drekana. Síðan gerðum við okkur ósýnileg og komumst þannig fram hjá öllum tröllunum og drekunum. Þegar við komum að herberginu þar sem drottning var, var hurðin læst. Þá kallaði ég upp síðustu óskina sem var að drottningin myndi verða frjáls. Við það opnaðist hurðin og þá komst álfadrottningin út og sagði: „Nú er bara eitt að gera.“ „Hvað er það?“ spurði ég. Þá sagði drottningin: „Að fanga systur mína.“ Ég og nokkrir krakkar læddumst upp tröppur við hliðina á fangelsinu þar sem vonda systirin, drekadrottningin og trölladrottningin sátu og spjölluðu. Á meðan byrjuðu hinir krakkarnir að aflétta álögunum á tröllunum og drekunum svo þau breyttust og urðu góð. Þegar ég sá hvar þær sátu sagði ég: „Aha, við náðum ykkur!“ Þá sögðu drottningarnar og vonda systirin í kór: „Ó, nei þið náðuð okkur sko alls ekki! Verðir, handsamið þau!“ Tröllin og drekarnir, sem núna voru orðin góð, birtust en í staðinn fyrir að handsama mig og krakkana handsömuðu þau vondu systurina og drottningarnar og læstu þær inni. Við krakkarnir settum álög á fangelsið svo þær kæmust ekki út.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=