41 Allt í einu birtist töfrahringur sem opnaði leið inn í töfraheiminn. Út úr hringnum steig álfaprinsessa, sem var dóttir álfadrottningarinnar. Prinsessan útskýrði að systir álfadrottningarinnar hefði fangað hana því hún var afbrýðisöm og langaði sjálf að vera drottning. Prinsessan sagði að við værum þau einu sem gætum bjargað álfadrottningunni! „Systirin hefur sett álög á fangelsið svo enginn álfur kemst þangað inn til að bjarga drottningunni. Getið þið hjálpað henni?“ spurði prinsessan. Krakkarnir ræddu saman og sumir voru hræddir og stressaðir. Allt í einu sagði ég sem ekki var vön að tala mikið: „Hei krakkar, við verðum að hjálpa drottningunni eftir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Við verðum að launa henni greiðann. Ef við bara vinnum saman þá getum við gert allt.“ „Þetta er rétt hjá Sölku,“ sagði Bjarni og hinir krakkarnir tóku undir. Krakkarnir stukku hverjir á eftir öðrum inn í töfrahringinn þar sem þeir sáu tvo heima. Annar heimurinn var álfaheimur en í hinum voru tröll og drekar. Í trölla- og drekaheiminum var enginn af því að vonda systirin var búin að taka alla og setja álög á þá og láta þá standa vörð á ganginum þar sem drottningin var fangi. Drottningin í tröllaheiminum, vonda systirin og drekadrottningin sátu saman og töluðu um hvernig þær vildu stjórna heiminum nú þegar þær höfðu handsamað álfadrottninguna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=