RISAstórar smáSögur 2025

40 Ég ætti bara að kalla upp óskina og þá myndi hún rætast. Ég var svo spennt að ég vildi strax óska mér. Fyrsta ósk mín var að ég myndi eignast marga vini. Eftir að hafa spjallað um tíma fór álfadrottningin aftur. Ég var mjög glöð en svo þreytt að ég seinsofnaði. Næsta dag fór ég í skólann og ég var eitthvað stressuð fyrir deginum. Ég var ringluð og með höfuðverk eftir gærkvöldið. Ég og Bjarni löbbuðum saman í skólann og ég sagði honum frá kvöldinu áður. Hann er svo þægur að hann hefur oft fengið óskir hjá álfadrottningunni, alveg örugglega þúsund sinnum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk óskir og ég vildi nýta þær vel. Þegar við komum í skólann komu allt í einu fullt af krökkum til mín sem vildu spjalla við mig. Meira að segja leiðinlegasti krakkinn í bekknum. Mér leið mjög vel því greinilega hafði óskin mín ræst! Í skólastofunni sagði Snæfríður kennari að við ættum að lesa þrjá kafla í bókinni sem við vorum að lesa. Bókin byrjaði svona: „Einu sinni var stelpa sem hét Salka sem vildi eignast marga vini.“ „Bíddu, bíddu, bíddu, þetta er sagan um mig!“ sagði ég við Bjarna. Ég trúði þessu ekki, ég var inni í bók! Ég var svo stressuð að ég þorði varla að anda. Þegar krakkarnir voru komnir á kafla þrjú var sagan komin að þeim tíma þar sem allir í bekknum sátu og voru að lesa – svo allir föttuðu núna að þeir voru líka inni í bókinni!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=