RISAstórar smáSögur 2025

39 Salka og vinir hennar leysa ráðgátu Steinunn Birna Unnarsdóttir, 9 ára Kæri lesandi, ég heiti Salka Líf og ég ætla að segja þér frá töfralífi mínu. Nú byrjum við bara, góða skemmtun. Mig hefur alltaf langað til að fá óskir hjá álfadrottningunni sem býr í helli í Töfraheimi. Þar sem ég bý fá allir krakkar tækifæri til að fá óskir hjá álfadrottningunni – ef þeir eru duglegir. Ég hugsa mikið um það hvers ég myndi óska mér. Ég veit að ég mundi óska mér þess að verða ofurhetja sem bjargar mannslífum – eða meira að segja bara öllum heiminum. Einn daginn fór ég í skólann með Bjarna, besta vini mínum. Við Bjarni höfum verið vinir mjög lengi en hann er rosa skemmtilegur og góður. Bjarni er eiginlega eini vinur minn því ég er mjög feimin og þori varla að tala við neinn. Þetta var langur skóladagur. Við vorum að læra rosalega lengi en Bjarna fannst það bara skemmtilegt. Eftir langan dag í skólanum fórum við heim og ég byrjaði aftur að hugsa um hvers ég myndi óska mér. Allt í einu birtist álfadrottningin og sagði að ég væri búin að vera svo dugleg að ég mætti fá þrjár óskir. Vá! Ég trúði varla mínum eigin augum og eyrum. Álfadrottningin útskýrði hvernig þetta virkaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=