36 get opnað hurðina.“ Þær gengu inn um dyrnar og þegar þær komu inn lokaðist hurðin á eftir þeim. Natalía fór með Elsu um borgina og sýndi henni öll fallegu litlu húsin og leikvellina. Þar voru líka margir litlir hoppukastalar og skautasvell. Þegar þær gengu um borgina vildi Natalía sýna Elsu húsið sitt. Húsið hennar var fjólublátt með bleiku þaki og blárri hurð. Elsa varð forvitin en hún komst ekki inn í húsið af því að húsið var svo lítið. Natalía fór inn í húsið og sýndi Elsu hvernig húsið leit út að innan. Henni fannst húsið hennar Natalíu mjög fallegt, sérstaklega litlu fallegu stólarnir og myndin af Natalíu sem hékk á veggnum inni í húsinu. Natalía sagði: „Amma þín átti að koma hingað í töfraheiminn en það gekk ekki því hún svaf svo fast á nóttunni og vaknaði ekki þegar ég reyndi að vekja hana. Elsa sagði: „Ég myndi ekki vilja sofa svona fast. Þá myndi ég missa af þessari fallegu töfraborg.“ Hún skoðaði allar fallegu brúðurnar í kringum sig, en á sama tíma fann Elsa fyrir söknuði eftir ömmu sinni. Hún spurði Natalíu: „Hvenær förum við aftur heim?“ Natalía svaraði: „Þú þarft bara að hugsa um eitthvað fallegt til þess að komast aftur heim.“ Elsa reyndi að fylgja ráðum Natalíu. Hún sá loksins hurðina og náði að hlaupa út. Natalía varð eftir í töfraheiminum, þar sem henni leið best. Elsa var mjög fegin að vera loksins komin
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=