RISAstórar smáSögur 2025

33 Elsa fer í heimsókn til ömmu Ásdís Eva Þorsteinsdóttir, 7 ára Elsa er sjö ára stúlka sem fer oft í heimsókn til ömmu Katrínar. Hún elskar að vera hjá henni. Þegar Elsa fer til ömmu getur hún leikið sér með allt dótið í barnaherberginu. Oftast fer hún að leika sér með brúðurnar hennar ömmu því þær eru svo margar og fallegar. Einn daginn þegar Elsa var í heimsókn ákvað amma hennar að fara út í búð að kaupa kvöldmat. Elsa var þá ein heima í smástund. Hún ákvað að nýta tímann og leika sér með brúðurnar eins og hún var vön að gera þegar hún var hjá ömmu sinni. Elsa lék sér með uppáhaldsbrúðurnar sínar þrjár: Sunnevu, Emelíu og Ölbu. Hún var vön að leika sér í öllu húsinu og fór inn í herbergið hennar ömmu með brúðurnar þrjár. Allt í einu tók hún eftir brúðu sem lá undir rúminu, brúðu sem hún hafði aldrei séð áður. Elsa tók brúðuna upp og sá þá að hún var merkt með nafni. Brúðan hét Natalía. Hún var í gulum og appelsínugulum kjól, í grárri kápu og með blá augu sem í voru litlir rauðir dílar. Hún hugsaði með sér hvort amma hennar ætti þessa brúðu og velti fyrir sér af hverju brúðan væri undir rúminu. Kannski mátti enginn sjá hana eða að þetta var bara gömul brúða sem amma hennar átti þegar hún var lítil. Elsa ákvað engu að síður að leika sér með allar brúðurnar fjórar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=