32 sá svarta ull fasta í girðingunni. Embla setti trýnið niður í grasið og hljóp að girðingunni. Hún stökk yfir vírinn og hljóp beint inn í lerkiskóginn. María klifraði yfir en sá ekki Emblu. Allt í einu heyrði hún gelt og Embla kom skokkandi á eftir Doppu. „Doppa!“ hrópaði María brosandi. „Sestu Embla,“ sagði María með djúpri rödd. Hún tók Doppu upp og knúsaði hana. „Æ, ég var svo hrædd um að þú værir týnd, vertu góð og fylgdu mömmu þinni,“ hvíslaði hún að lambinu. Hún lyfti henni yfir girðinguna. Doppa jarmaði hátt og allt í einu kom Sokka á harðaspretti, jarmandi til Doppu. Doppa fór strax að drekka og Sokka slakaði á og stóð prúð. María var glöð að Doppa væri komin aftur. Hún klappaði Emblu. „Komdu Embla, við skulum fara í fjárhúsin!“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=