RISAstórar smáSögur 2025

31 Þegar Doppa vaknaði var móðir hennar sofandi, hún ýtti varlega í hana en móðir hennar vaknaði ekki. Doppa labbaði meðfram girðingunni og horfði hinum megin á safaríka grasið. Allt í einu sá hún eitthvað gult undir lerkitré. Hún stakk snoppunni í gegnum girðinguna og þefaði, ofboðslega var þetta góð lykt. Þetta gula var sætara en grasið, hún þurfti að smakka. Hún tróð hausnum lengra og náði að koma framfótunum á milli víranna en, ó nei hún var föst! Hún spriklaði með afturfótunum og hægt og rólega mjakaðist hún í gegn. Hún skokkaði að þessu gula og nartaði í blómið. Þetta var mjög gott bragð. Allt í einu kom stór svartur skuggi yfir hana og hún heyrði vængjaþyt og hávært hljóð. Hún varð hrædd og hljóp á harðaspretti inn í lerkiskóginn. Þar voru margir svartir skuggar, hjarta hennar hoppaði af hræðslu. Hún beygði sig og faldi sig undir lerkitré. Hún var þreytt eftir hlaupin og sofnaði. 3. KAFLI María kom út eftir hádegismatinn til að kíkja í fjárhúsin til að gá hvort það væru komin fleiri lömb. Hún heyrði kind jarma og leit yfir túnið. Þá sá hún Sokku hlaupa jarmandi og að Doppa var týnd. „Embla,“ kallaði hún til hundsins. Embla kom á harðastökki beint til hennar. Hún var svört og hvít, hlýðin border collie tík. María labbaði með Emblu yfir túnið. Hún

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=