RISAstórar smáSögur 2025

29 Vorsaga Árdís Laura Árnadóttir, 9 ára 1. KAFLI Það var einn kaldan vordag og sólin skein á stóran bóndabæ. Bóndabærinn var umkringdur breiðum skógi. Á bóndabænum bjuggu hjón og María, 10 ára dóttir þeirra, ásamt mörg hundruð dýrum. Eins og venjulega fór bóndinn út að gefa dýrunum sínum. Hann fór til hænsnanna fyrst og safnaði saman eggjum. Hann taldi þau „einn, tveir, þrír …“ og alla leið upp í fimmtíu. Næst fór hann inn í hesthúsið og dreifði heyi og gaf hestunum gulrætur og vatn. Síðasta morgunverkið var að gefa kindunum. María kom til hans, hún elskaði að vera í fjárhúsinu og spjalla og kúra með uppáhalds kindinni sinni, Sokku. Pabbi hennar hafði gefið henni lítið lamb þegar hún var fimm ára. Hún nefndi það Sokku af því að það var mórautt með hvíta fætur eins og það væri klætt í hvíta sokka. María kveikti á ljósunum á meðan pabbi hennar fór inn í hlöðu og sótti hey í vagninn. María fór að sópa í garðanum þar sem kindin hennar var. Hún heyrði lágt jarm, lagði sópinn frá sér og klifraði hljóðlega ofan í króna. Kindin hennar Sokka lá við garðabandið og var að sleikja lítið lamb.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=