RISAstórar smáSögur 2025

27 hennar og þessara vera, fór hún að bakka. Þær eltu hana, svo hún byrjaði að hlaupa. Þegar hún leit um öxl tók hún eftir að tennurnar þeirra fóru að vaxa og þær voru komnar með gríðarstóran munn sem þakti stóran hluta andlits þeirra. Þá tók hún á sprett. Hún fann að skýið dúaði undir fótum hennar og það varð sífellt erfiðara að hlaupa, eins og að reyna að hlaupa í vatni eða kvik- syndi. Hún sökk dýpra og dýpra ofan í skýið þar til hún var komin í gegnum það og var þá í lausu lofti. Hún sá að verurnar voru skammt frá og stukku á eftir henni til að reyna að ná henni. Allt í einu fann hún fyrir einhverju á bakinu. Hún hélt fyrst að ein veranna hefði náð sér svo hún sló aftur fyrir sig en þar var enginn. Hún fálmaði þá eftir því sem hún fann fyrir á bakinu á sér og fann eitthvað fiðrað. Þegar hún leit um öxl sá hún dúnamjúka risastóra hvíta vængi sem hún var komin með upp úr þurru. Hún vissi ekki hvernig hún átti að nota þá. Hvernig sem Inga reyndi að fljúga náði hún ekki stjórn á þeim. Hún hélt því áfram að falla til jarðar og hún var við það að skella í jörðina þegar hún heyrði kallað á sig. „Inga! Inga!“ hrópuðu mamma hennar og pabbi. Þegar Inga opnaði augun sá hún þau standa yfir sér, áhyggjufull á svip. „Við erum búin að reyna að vekja þig heillengi. Við vöknuðum við hróp og köll svo við hlupum til þín til að gá hvað væri að,“ sagði mamma. „Var þig að dreyma illa?“ spurði pabbi. Inga kinkaði kolli og sagði foreldrum sínum alla sólarsöguna. Sem betur fer þá var þetta allt saman bara draumur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=