RISAstórar smáSögur 2025

26 Hún hljóp í áttina að kofanum en rann til á leiðinni svo hún datt aftur fyrir sig. Hún beið eftir fallinu sem kom aldrei. Í staðinn sveif hún. Hún sveif hærra og hærra upp þar til hún var orðin smeyk um að falla aftur til jarðar. Þegar hún var komin fleiri metra upp í loftið kom hún að skýi sem hún gat staðið á. Henni varð bylt við því hún var nýbúin að læra í efnafræðitíma að ský væri bara gufa eða loft. Inga varð mjög hissa og stressuð og skildi ekkert hvað var á seyði. Hún sneri sér við og sá þar hóp af skrítnum verum sem störðu á hana. Verurnar voru talsvert stærri en Inga, með rauða húð og alveg hárlausar. Inga áttaði sig ekki alveg á því hvað það var, en það eitthvað undarlegt við þær. Munnurinn hreyfðist á óvenjulegan hátt þegar þær töluðu. „Þú þarft ekki að vera hrædd við okkur, sú sem þú ættir að óttast er Fúla Fríða, og hún er ekki hér,“ sagði foringi veranna, sem stóð fremst og var virðulegri að sjá. Ingu varð aðeins rórra við að heyra þetta, en hún treysti þeim samt ekki. „Hver er þessi Fúla Fríða og af hverju á ég að óttast hana?“ spurði Inga. Verurnar svöruðu engu og byrjuðu að fikra sig nær henni. Hún vildi helst hlaupa í burtu og kalla hástöfum á hjálp en hún vissi að enginn myndi heyra í henni því hún var svo hátt uppi og langt frá öðru mannfólki. Verurnar komu nær og nær og við hvert skref sem þær tóku varð hún æ skelkaðri. Þegar það var aðeins einn metri á milli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=