RISAstórar smáSögur 2025

25 Skýjaverurnar Bergdís Dalía Hallsdóttir, 9 ára Einu sinni var stelpa sem hét Inga. Hún var 10 ára gömul. Inga var mjög þæg og ljúf stúlka. Eitt sinn þegar foreldrar hennar báðu hana um að fara út í skóg að tína ber villtist hún. Inga varð mjög hrædd vegna þess að hún hafði aldrei villst áður og hún var líka komin svolítið langt frá heimili sínu. Hún hafði leitað að leiðinni heim svo tímunum skipti þegar þrumuveður skall á. Hún varð mjög hrædd og hljóp í allar áttir í leit að skjóli þegar hún fann loks lítinn kofa sem virtist vera tómur. Hún var fegin að sjá kofann því þar gæti hún leitað sér skjóls, en rétt í því skall elding rétt við hæla hennar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=