24 Stelpurnar og einhyrningurinn löbbuðu heim til Sollu. Þar fékk Rósa plástur á hnéð. Svo fóru þær til baka þangað sem Rósa hafði komið niður regnbogann. En þegar þær komu til baka var regnboginn horfinn. „Hjálp,“ sagði Rósa. „Nú kemst ég ekki aftur heim. Getið þið hjálpað mér að finna annan regnboga?“ Stelpurnar sögðu allar já á sama tíma. Þær leituðu og leituðu og urðu allar vinkonur en fundu engan regnboga. Þær urðu svo þreyttar að þær fóru heim til Söru að horfa saman á mynd og sofnuðu. Þegar þær vöknuðu daginn eftir fengu þær sér morgunmat. Þá fékk Dísa hugmynd. „Mér var að detta svolítið í hug. Við getum búið til regnboga. Ég sá mömmu einu sinni búa til regnboga þegar hún sprautaði vatni með slöngu yfir blómin í garðinum. Komum heim til mín og búum til regnboga.“ Stelpurnar og Rósa hlupu heim til Dísu og náðu í garðslönguna. Þær sprautuðu með slöngunni beint upp í loftið og af því það var sól úti þá kom regnbogi. Þegar Rósa sá regnbogann kvaddi hún stelpurnar áður en hún stökk upp á regnbogann og fór upp í skýin. Eftir þetta fór Rósa reglulega niður regnboga til að hitta nýju vinkonur sínar. Uppáhaldsleikurinn þeirra saman var mömmó þar sem þær létu eins og Rósa væri litli einhyrningurinn þeirra.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=