RISAstórar smáSögur 2025

23 Litli góði einhyrningurinn Glódís Eva Arnþórsdóttir, 7 ára Einu sinni var lítill einhyrningur sem hét Rósa. Hún átti mömmu og pabba og átti heima uppi í skýjunum. Dag einn sat Rósa á skýinu sínu og hugsaði með sér að hún vildi komast niður á jörðina. Hún fór til mömmu sinnar og spurði hvernig hún kæmist niður á jörðina. Mamma Rósu sagði henni að hún gæti komist niður með því að finna regnboga og tölta niður regnbogann. Rósa fór að leita að regnboga. Hún fann regnboga og tölti alla leið niður á jörðina. Þegar hún kom niður sá stelpa, sem heitir Sara, Rósu einhyrning. Sara kallaði á vinkonur sínar: „Dísa og Solla, komið og sjáið fallega einhyrninginn stelpur.“ Í því datt Rósa. Sara, Dísa og Solla hlupu til Rósu og hjálpuðu henni á lappir. „Er allt í lagi með þig?“ spurði Sara. „Ég rak hófinn í stein og datt og meiddi mig. Það er allt í lagi með mig, en ég er með sár. Mig vantar plástur,“ sagði Rósa. „Það er til plástur heima hjá mér. Förum þangað,“ stakk Solla upp á.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=