21 „Maður potar einu sinni með klónni í gluggann og segir svo: Gluggi, gluggi vík frá, vík frá.“ Þeim finnst mikill kostur að geta gert þetta svona og klappa fyrir Elinóru og Emilía fær hrós fyrir að geta skilað peningunum á rétta staði. Svo fær Elinóra löggubúning og formlegt skírteini til sönnunar að hún sé rétt mús í leynilögguna. Nú fara þau öll heim til sín, líka Elinóra, rígmontin með að vera komin í leynilöggu. En þau minna hana á að segja ekki neinum. LOKAKAFLI Herra Mjásli kemur heim dauðþreyttur en sáttur með verkefni næturinnar. Hann leggst í rúmið hennar Lillýjar og sefur til kl. 9 um morguninn en þá vaknar Lillý og rekur hann úr rúminu með miklum látum. Herra Mjásli flýtir sér upp í rúm til Tomma, hann vill hafa hann. Honum líkar ekki alveg jafn vel við rúmið hans Tomma vegna þess að það eru bara risaeðlubangsar þar og þeir bíta hann í rassinn og svona. Herra Mjásli er svo hræddur við þá.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=