20 „Segi ekki!“ segir músin. „Jæja, þá köllum við þig bara Músina, en þú ert samt að fara í fangelsi ef þú segir okkur ekki hvað þú heitir og þá færðu heldur ekki að vera með í leynilöggunni,“ segir Villi og sýnir tennurnar. „Allt í lagi, allt í lagi! Ég heiti Elinóra,“ segir músin. „Og af hvaða tegund ertu?“ spyr Nói. „Músaætt.“ „Hvernig músaætt?“ spyr Nói. „Ég er annaðhvort hagamús eða húsamús, það eru örugglega til hundrað músaættir. Foreldrar mínir hata hvort annað. Ég bara varð til í bardaga svo ég á frænkur og frændur í báðar ættir en öll hata mig og þess vegna var ég að hefna mín og stela öllu! Úbbs!“ segir hún og grípur fyrir munninn með báðum loppum. „Núúú skiljum við af hverju þú varst að stela,“ segir Gaui. „En þú veist að þú mátt ekki stela þótt þér líði illa. Ef þú skilar öllu á rétta staði þá máttu vera með í leynilöggunni.“ „Úúú, fæ ég svona búning eins og þið eruð í?“ spyr Elinóra. „Jébb,“ segir Herra Mjásli og brosir fallega til Elinóru. Þau fara út með Elinóru sem ætlar að skila þýfinu. Sámur flýgur með Elinóru á bakinu til að skila stjörnunum. Svo fara þau og fá Emilíu til að þefa af peningunum, því hún er lögguhundur og með mjög gott lyktarskyn. Þau skila síðan peningunum í rétta banka og í rétt bankahólf. Elinóra sýnir þeim hvernig maður getur svifið í gegnum rúðurnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=