RISAstórar smáSögur 2025

19 5. KAFLI Hersingin leggur í hann og fyrr en varir kemur fuglinn fljúgandi með troðfulla pokann sinn og sest á stórt hús í grenndinni. Húsið er hvítt og stórt með mörgum gluggum og svörtu þaki. Þau flýta sér að húsinu og klifra upp á það. Þar sjá þau lítinn kofa þar sem þjófurinn hefur hreiðrað um sig. Þau gægjast varlega inn um gluggann og sjá … FUGLINN! „Ooooooo,“ segir Villi. „Þetta er fuglinn sem ég er búin að vera að finna lyktina af svo lengi.“ „Er einhver hérna með húsleitarheimild,“ spyr Gaui. „Já, ég tek hana alltaf með í leynilögguna,“ segir Herra Mjásli. „Gott, þá megum við fara inn og klófesta fuglinn,“ segir Gaui feginn. „Aha!“ segja Herra Mjásli og Villi. Þeir eru sendir inn í kofann því þeir eru kettir. Hin öll eru úti að passa að fuglinn geti ekki flúið og hefst þá svaka eltingarleikur um allan kofann. 6. kafli „Hei öllsömul!“ Við náðum fuglinum,“ hrópa þeir og öll hin koma inn. Þau hjálpast öll að. Herra Mjásli rífur grímuna af fuglinum. Á meðan Gaui og Villi halda fast í fuglinn svo hann sleppi ekki. „Ahhhhhaaaa! Þetta er mús!“ segir Herra Mjásli. „Við verðum að taka skýrslu af músinni,“ segir Emilía æst. „Hvað heitirðu?“ spyr Nói, hann tekur skýrsluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=