RISAstórar smáSögur 2025

18 Á meðan eru Herra og Emilía að fylgjast með bankanum. Þau sjá sama skrítna fuglinn fljúga yfir bankann og hverfa inn um glugga eins og hann sé draugur. Þau grípa andann á lofti og hlaupa af stað til að segja Gauja frá. Emilía, Herra, Herra Mjásli og Villi koma aftur á leynistaðinn á sama tíma og tala öll í einu. „Mí mí mí mí mí …“ „STOOOOPPP!“ segir Gaui. „Allt of mikil læti! Eitt í einu.“ Herra Mjásli og Villi byrja: „Við sáum skrítinn fugl fljúga með háf og stela stjörnunum.“ „Ekkert meira?“ spyr Gaui. „Neibb,“ segja Herra Mjásli og Villi. „En Emilía og Herra?“ „Við sáum skrítinn fugl fljúga í gegnum gluggann á bankanum.“ „Ekkert meira?“ spyr Gaui. „Neibb,“ segja Emilía og Herra. „Getið þið lýst fuglinum fyrir mér?“ „Hann var með poka,“ segir Emilía. „Blúbb,“ segir Herra til samþykkis. „Og hann var með langt nef og háf,“ segir Herra Mjásli. „Furðulegur fugl,“ segir Gaui. „En samt sem áður þurfum við að ná honum. Förum og klófestum fuglinn.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=