17 „Mjá, ég hef nú eiginlega verið sofandi á nóttunni eins og flest önnur dýr,“ segir Villi. „Jæja, pörum okkur nú. Emilía, Herra, Herra Mjásli og Villi eru saman. Ég bíð hér ásamt Nóa og Sámi. Við hittumst svo öll á miðnætti.“ 4. KAFLI „Æjii, ég vil ekki vera með þessum gólara,“ segir Villi. „Og ég vil ekki vera með þessum uppnefnara,“ svarar Herra Mjásli fyrir sig. Þá segir Gaui: „Þið hafið bara gott af því að vera saman og sættast.“ „Ókei,“ segja Herra Mjásli og Villi í kór. „Nú leggið þið í hann,“ segir Gaui og þau leggja af stað út í nóttina. Herra Mjásli og Villi klifra upp á Hallgrímskirkjuna. Þegar þeir setjast upp á krossinn, lafmóðir eftir allt klifrið sjá þeir að það er skrítinn fljúgandi fugl yfir borginni. Hann er með stóran poka á bakinu og langt og mjótt nef svona eins og mús. Þeir sjá að hann er með háf og þeir sjá að þegar hann kemur nálægt stjörnunum þá hverfa þær og birtast inni í háfnum. „Ó, nei!“ segja Herra Mjásli og Villi. Nú skilja þeir hvers vegna eigendur þeirra hafa verið að tala um stjörnuleysið. „Við verðum að fara og segja Gauja þetta,“ segir Villi. Þeir klifra eins hratt og þeir geta niður eftir Hallgrímskirkju og eru næstum því dottnir á leiðinni því þeir eru svo mikið að flýta sér að segja Gauja frá þessu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=