15 3. KAFLI „Ég heiti ekki Mjási! Ég heiti Herra Mjásli!“ ítrekar Herra Mjásli. „Ég held ég fari núna,“ segir Geiri. „Vóó! hei! Óþarfi að æsa sig,“ gólar Villi. Í þann mund sem blóðug slagsmál á milli kattanna hefjast kemur … … GAUI! Og segir: „Hvað gengur hér á?“ Og tekur kisurnar upp af gólfinu hvæsandi og klórandi. Emilía og Nói segja í kór: „Sko! Villi kallaði Herra Mjásla Mjása og þá ítrekaði Herra Mjásli að hann héti ekki Mjási og þá varð Villi brjálaður. Geiri fór og svo sagði Villi: „Vóó hei! Óþarfi að æsa sig! Og þá og þá komst þú!“ Móð og másandi draga þau andann djúpt. „Ég skil,“ segir Gaui og Herra sendir stóra loftbólu „blúbb“ til samþykkis, hann er fiskur. „Hér ríður á að öll séu vinir. Er það ekki? Herra Mjásli og Villi? Ummmhumm,“ segir Gaui. „Já,“ segja Villi og Herra Mjásli skömmustulegir í kór. „Jæja, snúum okkur þá að þjófnaðnum,“ segir Gaui. Emilía réttir upp hönd. „Já, Emilía,“ segir Gaui. „Sko,“ segir Emilía: „Eigendur mínir tala stanslaust um hvað það er stjörnulaust á himninum.“ „Mínir líka,“ segir Herra Mjásli. „Njósnari?“ segir Gaui. „Já,“ segir Villi. „Hefur þú tekið eftir stjörnuleysinu?“ spyr Gaui.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=