14 án þess að eigendur hans viti það. Bankaránum hefur nefnilega fjölgað í borginni og undanfarið hefur eigendum hans fundist of lítið af stjörnum á himninum, svo hann ætlar að ná þjófnum. Nú leggur hann af stað að bjarga eigendum sínum. Herra Mjásli læðist út í skúr og þar sækir hann hjólabrettið hans Tomma, það er nýtt. Herra Mjásli þýtur út í nóttina til að bjarga borginni. Hann býr í Reykjavík. 2 KAFLI „Hvííummmm.“ Herra Mjásli þýtur í gegnum borgina til að hitta hinar leynilöggurnar. „Ííííí,“ hann stoppar fyrir framan leynilegan stað í miðborginni. Hann fer inn og þar sér hann að öll nema Gaui eru mætt. Gaui er stór brúnn og hvítur hundur. Herra Mjásli sest við hliðina á Geira. Geiri er skjaldbaka, hin í leynilöggunni eru Emilía, Sámur, Herra, Nói, Villi og svo auðvitað Geiri, Gaui og Herra Mjásli. „Mættur Mjási?“ segir Villi rámri röddu. Hann er villiköttur og hárlaus þar að auki og honum er alltaf heitt, svo að hans löggubúningur er öðruvísi. Hann er stutterma. Villi og Herra Mjásli eru einu kettirnir í leynilöggunni. Það sem öll dýrin eiga sameiginlegt, nema Villi, er að eigendur þeirra eru löggur. En eigendur Villa voru einu sinni löggur. Þeir hentu honum út á götu sem má alls ekki. Herra Mjásli sér fyrir sér að hann og félagar hans geti létt á vinnuálagi eigenda sinna með þessari vinnu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=