RISAstórar smáSögur 2025

151 IX Þegar við komum út er Laufey í símanum og lítur alls ekki út fyrir að hafa saknað okkar baun. Ég er nokkuð viss um að þessi Salka hafi logið að okkur alveg eins og Laufey laug að henni. Þegar Laufey tekur eftir okkur brosir hún vinalega til okkar og spyr okkur hvernig okkur hafi fundist Versló. Nánast allir hrópa: „Æði“ og á leiðinni til baka er það eina sem krakkarnir geta talað um er hversu æðislegt þeim hafi fundist í Versló og allir vilja bara allt í einu fara í Versló. Ég verð að segja að mér finnst þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt umræðuefni hjá krökkunum. Mér fannst Versló ekki einu sinni það flottur og svo eru krakkarnir þar frekar skrítnir. Allavega strákurinn í þessum bossa naríunum. Ég trúi því ekki að það eigi að standa Boss. Hver nefnir eiginlega fatamerki Boss? Það er fáránlegt nafn. Hann vildi örugglega bara ekki viðurkenna að það sem stóð á naríunum hans væri með stafsetningarvillu. Ég ætla allavega að spyrja pabba hvort það sé til fatamerki sem heitir Boss þegar ég kem heim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=