RISAstórar smáSögur 2025

150 Strákurinn ansar henni: „Jebb, sá sem tók þá inn er örugglega svaka skrítinn. Mig langar samt svaka mikið til að vita hvaða klikkhaus það var.“ Áður en Salka, sem er byrjuð að líkjast tómati, nær að svara hrópar einhver á þennan dóna strák: „Hún er með okkur,“ og bendir á Sölku sem er á svipinn eins og hún vilji helst sökkva ofan í jörðina. Strákurinn horfir furðu lostinn á hana og segir: „Svo þú ert með þau hm ...“ Síðan labbar hann burtu. Salka er orðin eldrauð í framan og er byrjuð að líta út eins og hún sé að fara að fá hjartaáfall af skömm. Hún labbar eymdarlega til okkar og segir biðjandi: „Hérna emm … ég held að kennarinn ykkar, hún Laufey, sé að bíða eftir ykkur við þennan útgang. Hún bendir á hurð hinum megin í salnum. „Og hún saknar ykkar voða mikið þannig ég var að spá hvort þið vilduð ekki bara fara að koma ykkur til hennar.“ Þegar það mætir henni flóðbylgja af neium stynur hún mæðulega: „En hún saknar ykkar svo ótrúlega mikið og hún er búin að bíða eftir ykkur heillengi.“ Þá þarf Stína, sem þarf alltaf að finna til með öllum, endilega að segja: „Aumingja Laufey, saknar hún okkar svona svakalega mikið?“ Þegar Salka kinkar döpur kolli. Hrópar Stína: „Ég vil fara til Laufeyjar kennara.“ Þá lifnar allt í einu yfir Sölku og hún segir: „Já, er það ekki?“ og leggur glöð í bragði af stað að útganginum þrátt fyrir mikil mótmæli krakkanna sem vilja núna allt í einu fá að syngja í karókí.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=