RISAstórar smáSögur 2025

149 ótrúlega spenntir við að sjá þetta og allir hrópa upp yfir sig af aðdáun. Snorri hrópar: „Cool“, Edda: „Vááá“ og Stína: „Mig langar í Versló þegar ég fer í menntaskóla.“ Mér finnst þetta ekkert sérstaklega merkilegt. Pabbi á fótboltaspil heima sem ég get alveg spilað og þarf þess vegna ekkert að fara í Versló til að geta spilað. Það er borðtennisborð í Bakarabrekku í Lækjargötu sem ég get sko alveg notað og Stebba systir á eitthvað app í símanum sínum þar sem hægt er að syngja karókí (reyndar myndi Stebba aldrei leyfa mér að nota símann sinn en það er aukaatriði). Ég segi krökkunum það en enginn hlustar á mig nema Snorri sem hrópar bara á mig „Já, já, montrass.“ Ég er ekki baun montrass. Ég gæti til dæmis hafa sagt við Stínu í morgun að ég hafi fengið barbídúkkuna sem okkur langaði báðum svakalega mikið í en ég gerði það ekki af góðvild minni. Og ég ætla að segja honum það þegar ég tek eftir því að Salka er horfin. Ég flýti mér að líta í kringum mig og ég sé hana rétt fyrir aftan okkur að tala við einhvern strák og legg við hlustir. Það er ekki mjög erfitt því þessi strákur talar svakalega hátt. „Hver er eiginlega með svona marga krakka hérna. Það er fáránlegt að koma með heilan bekk inn í menntaskóla.“ Salka horfir aðdáunaraugum á hann en byrjar síðan að stokkroðna og segir svakalega vandræðaleg: „Já, hmhm ... það er emm ... mjög hérna skrítið sko.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=