147 bekkjarsystir mín mig til þessara stráka og ýtir mér síðan frekar harkalega beint á milli þeirra. Þeir horfa furðu lostnir á mig og þessi sem stendur Bossi á nærbuxunum hjá spyr mig frekar hvasst: „Hvað er eiginlega heill leikskólahópur að gera hérna? Þetta er sko menntaskóli ekki rólóvöllur.“ Ég verð frekar móðguð því hann heldur að við séum leikskólakrakkar og svara honum pínu pirruð: „Við erum ekki leikskólakrakkar. Við erum í sko öðrum bekk en vitið þið nokkuð um stelpu sem heitir Salka?“ Þeir horfa hvor á annan og svo hristir hinn strákurinn kollinn. Ég verð frekar vonsvikin þegar ég heyri að þeir viti ekkert hvar þessi Salka sé eiginlega en svo man ég eftir því hversu skrítið það var að á nærbuxunum á þessum sem kallaði okkur leikskólakrakka standi Bossi án i og ég spyr hann hvernig í ósköpunum standi eiginlega á því. Ég held hann hafi orðið smá móðgaður eða eitthvað því hann horfir á mig með fyrirlitningu og segir: „Veistu ekki hvað Boss er? Það er sko svakalega frægt og dýrt tískumerki. Allir vita hvað Boss er.“ Ég ætla að upplýsa hann um að það viti sko ekki allir hvað Boss er. Ég vissi það til dæmis ekki fyrr en núna. En áður en ég næ að fræða hann um það birtist einhver stelpa allt í einu á bak við mig og grípur í höndina á mér og dregur mig til hinna krakkanna. Á meðan afsakar hún mig í bak og fyrir við þessa stráka og segir meðal annars að ég ætlaði alls ekki að móðga þá. Sem er alveg satt. Ég ætlaði sko ekkert að móðga
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=