RISAstórar smáSögur 2025

146 Sölku. Enginn vill fara, ekki heldur Guðlaug, og á endanum hrópar einhver strákur sem heitir Snorri: „Bannilás!*“ Ég vil engan veginn þurfa að taka um hendurnar á Snorra. Fyrst og fremst er Snorri virkilega ógeðslegur. Hann klórar sér stöðugt í rassinum sem er meira að segja enn þá ógeðslegra en að bora í nefið sem er virkilega ógeðslegt. Svo er líka alltaf ógeðsleg skítafýla af honum sem gefur sterklega til kynna að hann fari aldrei í bað. Þess vegna skíttapa ég auðvitað því þessar ógeðslegu staðreyndir virðast ekki trufla neinn nema mig. Ég reyni að þræta um þetta við krakkana en eina svarið sem kemur er bara: „Þú hleypur greinilega bara alls ekkert nógu hratt.“ Það er alls ekki satt. Ég hleyp mjög hratt. Einu sinni kom ég meira að segja númer nítján af tuttugu og einum í mark í kapphlaupi í bekknum sem er sko mjög vel gert. En áður en ég get frætt þennan dóna sem sagði þetta, hver sem þetta var, um það hversu frábær hlaupari ég sé dregur Guðlaug *Ef það er eitthvert foreldri að lesa þetta, sem er jafn ótrúlega mikill gamlingi og foreldrar mínir, og var lítill krakki á fornöld þegar bannilás (heitir í rauninni bannlás en allir segja bannilás) var ekki til, þá virkar bannilás þannig að einn einstaklingur heldur höndunum saman í hring fyrir framan sig og öskrar bannilás. Allir hinir eiga að hlaupa til viðkomandi og krækja höndunum við hendur þess sem öskraði bannilás. Sá sem er síðastur til að krækja höndunum við þann sem öskraði bannilás verður hann – eða eins og ég var svo óheppin að lenda í og þarf að tala við unglingsstrákana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=