RISAstórar smáSögur 2025

145 ekkert tímaskyn) frammi í anddyri ákveðum við að lokum að kíkja inn í salinn fyrir innan til að leita að henni þar. Það er nánast enginn inni í þessum risastóra sal nema einhverjir tveir unglingsstrákar sem eru stórskringilega klæddir. Annar þeirra, sá sem snýr baki í okkur, er með buxurnar svo ótrúlega langt niður um sig að það sést meira að segja í nærbuxurnar hans. Á þeim stendur risastórum stöfum Bossi eða það stendur eiginlega Boss á þeim en það á samt augljóslega að standa Bossi á þeim – hvað annað? Manneskjan sem bjó þær til hefur örugglega bara verið svona léleg í stafsetningu og haldið að það væri ekkert i í bossi. VII Þegar við erum búin að bíða í svakalega langan tíma í viðbót og ekkert bólar á þessari Sölku byrjum við smátt og smátt að verða svakalega óþolinmóð, eða ég geri ráð fyrir að hin séu líka óþolinmóð. Edda er allavega byrjuð að stappa niður fætinum eins og hún gerir alltaf þegar hún er óþolinmóð. Áróra er byrjuð að rannsaka horið sem hún nær úr nefinu í staðinn fyrir að stinga því beint upp í sig (sem er eiginlega enn þá ógeðslegra en að hún stingi því beint upp í sig). Stína er byrjuð að humma eitthvað hundleiðinlegt lag sem ég held að hún hafi samið sjálf eða eitthvað (ég er nokkuð viss um að enginn söngvari með fulla sjálfsvirðingu myndi gefa frá sér svona hörmulegt lag eins og þetta). En hún hummar bara þegar henni leiðist. Á endanum stingur Guðlaug upp á að einhver fari og spyrji þessa stráka hvort þeir viti nokkuð um

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=