RISAstórar smáSögur 2025

144 Ég gleymi samstundis áhyggjum mínum og horfi forviða á Laufeyju kennara. „Af hverju laugstu? Þú laugst! Það varst þú sem baðst okkur um að fara með dótið hennar en ekki við!“ hálfgarga ég steinhissa á Laufeyju sem stokkroðnar og reynir að skipta um umræðuefni. „Sunna! Ég hef sagt ykkur að það er bannað að hlera samtöl annarra.“ Ég horfi hneyksluð á hana og bendi henni á að hún hafi líka sagt okkur að það sé bannað að ljúga sem hún var bara að gera. Laufey roðnar enn þá meira og er byrjuð að líta út eins og tómatur. Hún ræskir sig vandræðaleg og segir: „Það er alveg rétt hjá þér. Maður á aldrei að ljúga. Ertu samt til í að halda þessu bara svona okkar á milli?“ Ég kinka skilningsrík kolli. Laufeyju virðist létt við góðu viðbrögðin frá mér og labbar til hópsins og segir okkur að við eigum að hitta Sölku dóttur hennar í anddyrinu í Versló. Svo dregur hún upp svart box og réttir Eddu sem verður himinlifandi að fá þann heiður að fá að halda á tónlistardóti dóttur sjálfrar Laufeyjar. Síðan bendir Laufey okkur á innganginn og við löbbum inn fyrir. Inni í Versló blasir við okkur frekar stórt anddyri og fyrir innan er risastór salur með svakalegu marmaragólfi. Ég skima í kringum mig og ég verð svakalega fegin þegar ég tek eftir að þetta lítur alls ekki út eins og þetta sé frá árinu fjórtán hundruð og eitthvað. (Þá eru pottþétt aðeins minni líkur á að allir tali forníslensku). Þegar við erum búin að bíða lengi eftir þessari Sölku (dóttur Laufeyjar sem hefur greinilega

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=