143 ekkert sérstaklega spennandi að fara inn í þennan greinilega úrelta skóla fyrst þau nota ennþá zetu. Hver veit kannski tala þau öll forníslensku og við munum ekki skilja baun. Og þótt þetta hús líti ekki út fyrir að vera frá árinu fjórtán hundruð gæti vel verið að það líti þannig út að innan. Ég ákveð að það sé örugglega best að spyrja Laufeyju kennara bara hreint út um þetta mál en hún er bara farin eitthvert burt þegar ég kem fremst í röðina til að spyrja hana út í þetta grafalvarlega mál. Ég lít snöggt í kringum mig og kem síðan auga á Laufeyju standa upp við eitthvað tré talandi í símann. Ég flýti mér til hennar og byrja að buna út úr mér öllum þessum áhyggjum sem ég hef. Laufey þaggar niður í mér með snöggri handahreyfingu síðan tekur hún símann niður og flýtir sér að benda mér á að hún sé að tala í símann akkúrat núna en geti talað við mig á eftir. Ég kinka auðvitað kolli því það borgar sig ekki að þræta við Laufeyju kennara og bíð á meðan hún heldur áfram að tala í símann. „Æ, ástin mín, gerðu það, leyfðu þeim að fara inn með tónlistardótið þitt. Þau bókstaflega grátbáðu mig um það. Þeim finnst svo spennandi að fara inn í alvöru menntaskóla. Æ, ég veit Salka mín, ég hefði bara átt að vera ströng og segja nei en það er bara svo erfitt að segja nei við þessar dúllur. Æ, er það? Ertu til í að leyfa þeim að koma inn með dótið þitt? Viltu taka á móti þeim við innganginn? Þau rata náttúrulega ekkert. Æ, er það? Takk fyrir, Salka mín. Já, sjáumst, bless.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=