RISAstórar smáSögur 2025

141 „Og ég var líka eiginlega búin að ákveða hvaða bók ég ætla að taka,“ og grípur næstu bók sem hún kemur auga á sem er Skólaljóðabók frá 1964. Ég ætla að benda henni á að hún sé sko mjög vanþakklát fyrir hugulsemina í mér en þá tek ég eftir að hún er farin og hætti snarlega við. V Ég labba einn hring um bókasafnið en þegar ég kem ekki auga á neinn flýti ég mér til Laufeyjar kennara og krakkanna. Laufey er greinilega búin að taka allar bækurnar að láni því nánast allir halda á einhverri bók. Laufey er núna að telja krakkakösina og ég flýti mér að smeygja mér inn í hópinn. Þegar Laufey kennari er búin að fullvissa sig um að allir séu hér leggjum við af stað aftur upp í skóla. Stína er loksins búin að fyrirgefa mér fyrir að kalla hana ljótum nöfnum og hún er núna eitthvað að blaðra um það hversu pirrandi Edda sé. Mér finnst þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt umræðuefni og nenni eiginlega ekki að hlusta. Í staðinn fer ég að horfa í kringum mig. Við göngum einhverja skringilega leið sem ég þekki ekki baun og ég er nokkuð viss um að sé ekki leiðin aftur upp í skóla. Ég gef Stínu, sem er núna eitthvað að hneykslast á að Eddu finnist dökkt súkkulaði miklu betra en mjólkursúkkulaði sem henni finnst fáránlegt, olnbogaskot og bendi henni á að við séum greinilega ekki að fara upp í skóla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=