140 Ólíkt fataskápnum sem er herbergið mitt er bókasafnið risastórt og það tekur okkur svakalega langan tíma að finna alla krakkana og láta þá vita að við séum að leggja af stað. Fyrst finn ég engan. Edda og Stína finna bara alla. Ég kem samt á endanum auga á Áróru starandi á einhverja bókahillu og flýti mér til hennar. Ég bendi henni réttilega á að við séum að fara og hún verði að flýta sér að velja bók. Áróra horfir hálfdöpur á mig og segir: „Já, ég veit. Stína og Edda eru báðar búnar að segja mér það. Ég finn bara enga bók til að lesa.“ Svo borar hún frekar dapurlega í nefið á sér og stynur. Þá kem ég einmitt auga á hina fullkomnu bók fyrir Áróru og flýti mér að teygja mig í hana og rétta henni. Áróra verður fyrst mjög spennt þegar hún sér að ég fann bók fyrir hana en þegar hún les titilinn grettir hún sig og segir frekar fúl: „Stóra ógeðisbókin um hor?“ Ég flýti mér að útskýra fyrir henni ástæðuna fyrir því að ég valdi þessa bók fyrir hana. „Sko þú elskar hor allt of mikið, þú ert nefnilega alltaf étandi það og þú hefur miklu meiri áhuga á að éta horið þitt en á nokkru öðru svo þetta er fullkomin bók fyrir þig.“ Svo flýti ég mér að snúa bókinni við og bendi henni hugulsöm á að það fjalli meira að segja um það hvort að það sé hættulegt að borða hor sem hún gerir allt of mikið af. Áróra verður held ég smá móðguð og segir frekar fúl: „Ég hef sko alveg áhuga á fleiru en að éta hor.“ Og svo bætir hún við:
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=