RISAstórar smáSögur 2025

12 Herra Mjásli og furðulega músin Ragnhildur Sara O‘Brien, 9 ára FORMÁLI OG MARGT GOTT AÐ VITA: Herra Mjásli er venjulegur heimilisköttur á daginn en á nóttunni er hann leynilögga. Herra Mjásli er með grænar glyrnur, appelsínugular línur á sér öllum og svo er hann með rautt nef. Villi er hárlaus villiköttur. Sámur er páfagaukur, rauður, grænn, gulur, blár og appelsínugulur. Hann er mjög sterkur og hlýðinn. Gaui er foringjahundur og hann er í leynilöggunni með öllum hinum dýrunum. Hann er af stærstu hundategund í heimi. Hann er ákveðinn og blátt áfram, liggur ekki á skoðunum sínum. Herra er fiskur, appelsínugulur og glitrandi og alltaf í fiskaskálinni sinni, sama hvert hann fer. Nói er hvolpur, mjög rólegur hvolpur. Geiri er skjaldbaka sem þolir ekki læti og slagsmál. Tommi er 10 ára drengur með gleraugu sem elskar Herra Mjásla mjög mikið. Lillý er stóra systir Tomma, líka með gleraugu. Hún er 13 ára og þolir ekki þegar Herra Mjásli leggst í rúmið hennar innan um kattabangsana hennar, en hún elskar hann samt mjög mikið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=