135 vera að taka við ráðum frá henni um bækur). Kannski finnst Stebbu líka ég ekki tala nógu fagurt mál því af hverju ætti hún annars að vera svona fúl út í mig? Hún vill ekki einu sinni tala við mig! Þegar við erum loksins komnar í skólann eftir svakalega langan tíma erum við báðar orðnar allt of seinar svo við flýtum okkur að öskra bless á hvor aðra og hlaupa í sitthvora áttina. Þegar ég er loksins komin upp á þriðju hæð eftir að hafa hlaupið upp örugglega svona milljón tröppur, (og dottið um nokkrar) eru allir frammi að leggja af stað á bókasafnið. Æ, bókasafnið ég gleymdi því alveg. Ég er ekki einu sinni búin með bókina mína og samt þarf ég að fara á bókasafnið eins og allir aðrir. Stína er heldur örugglega ekki búin með bókina sína. Hún tók Harry Potter eða einhverja jafn hryllilega langa bók. Hvar er annars Stína? Ég skima yfir krakkakösina í von um að finna Stínu, bestu vinkonu mína. Þótt Stína sé stundum mjög pirrandi (eða eiginlega alltaf) er hún þó besta vinkona mín (og hún borar heldur ekki í nefið og étur síðan horið sem hún nær út ólíkt Áróru sem er næstbesti kosturinn á eftir Stínu). Svo ég verð að finna hana. Sem betur fer kem ég auga á Stínu sem er að fara í þessa hryllilega ljótu skærbleiku Hello Kittý húfu sína og flýti mér til hennar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=