133 I Hæ hæ, þið hafið kannski heyrt um mig áður ef þið hafið lesið þetta babl sem hún systir mín skrifar. (Ég er samt miklu skemmtilegri en hún, svo gerið það, ekki dæma mig út frá þessari hundleiðinlegu dramadrottningu systur minni). Ef ekki þá heiti ég Sunna og er sjö alveg að verða átta ára eða ég verð það 22. janúar. Ég er ótrúlega góð í að leika og sumir segja að ég tali allt of mikið og sé of hreinskiptin en ég held að það sé bara meint sem hrós. Hvað þýðir annars hreinskiptin? Eini ókosturinn við mig er eiginlega bara herbergið mitt (það er samt ekki beint ókostur við mig heldur við íbúðarsmekk foreldra minna og að systir mín hafi endilega fengið að ráða hvaða herbergi hún fengi og þurfti auðvitað að velja það stærra). Herbergið mitt er ekki einu sinni herbergi. Það er fataskápur eða er allavega ekkert stærra en fataskápur. Það var örugglega bara upphaflega fataskápur og einhver fékk bara þá hræðilegu hugmynd að breyta því í herbergi. En sá fáviti! Ég kvarta stundum við mömmu yfir þessum fataskáp sem mamma og pabbi vilja meina að sé herbergið mitt. Þá segir hún að herbergið mitt sé bara mjög fínt og að ég sé bara mjög Sunna Kría Kristjónsdóttir, 12 ára
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=