131 Við bíðum í smástund þangað til fólkið fer úr bílnum og síðan opnum við skottið. Við erum fyrir utan banka. Það ætlar að RÆNA BANKA. Við ákveðum að fara inn í bankann og elta þau. Við læðumst á eftir þjófunum sem rífast mikið. „Förum til hægri, nei vinstri!“ Þegar við erum búin að labba í dágóða stund tekur konan upp lykil og opnar hurð. Þá sjáum við að hún gleymir lyklinum í skránni. „Lilja, lokum þau inni, sjáðu, hún gleymdi lyklinum. Við þurfum bara að loka hurðinni. Vertu svo tilbúin með símann til að hringja í lögguna,“ hvísla ég og Lilja kinkar kolli. Þjófarnir opna hurðina, það er FULLT af gulli inni í herberginu. Þeir sækja poka og fylla þá af gulli. Á meðan lokum við hurðinni. Þjófarnir fatta það en eru of seinir. Þeir hamast á hurðinni en árangurslaust. Lilja tekur upp símann og hringir í 112. Löggan kemur og handtekur þjófana sem eru rosalega pirraðir út í okkur. Löggan þakkar okkur fyrir og býðst til að skutla okkur heim. Við þiggjum það, en gefum upp rangt heimilisfang, bara eitthvað heimilisfang sem við vitum að er nálægt tjaldinu. Við ætlum nefnilega að gista í tjaldinu. Þegar við komum loksins að tjaldinu og förum ofan í svefnpokana, fáum við mjög langt hláturskast og borðum svo samlokurnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=