RISAstórar smáSögur 2025

129 „Mamma má ég gista hjá Lilju?“ „Já já,“ segir mamma. „Ég skal hringja í mömmu hennar Lilju og spyrja hana.“ „Neineineinei ekki! Þau eru á hérna … á tónleikum og það er harðbannað að hringja í þau!“ „Ókei,“ segir mamma hissa. „Jújú, þú mátt alveg gista mín vegna.“ „Jess,“ segi ég og fer að gera nesti. „Bíddu af hverju þarftu nesti?“ spyr mamma. „Sko út af því … til að gefa fuglunum,“ segi ég. Þetta var geggjað svar. „Ég held að fuglar borði nú ekki samlokur með osti!“ segir mamma. „Ég held að fuglunum finnist samlokur með osti geggjaðar!“ svara ég. Vonandi trúir hún mér … „Ókei, ruglukollur,“ segir hún. „Farinn!“ segi ég. „Bíddu þarftu ekki dót?“„Jú, ég er að fara að ná í það,“ segi ég og sprett upp, næ í poka, set kodda í hann í flýti til að láta þetta líta raunverulegra út, kveð mömmu og hleyp út. „Þarna ertu,“ segir Lilja með risastóran bakpoka. „Hvernig föttuðu foreldrar þínir ekki neitt?“ „Ég sagði þeim bara að við værum að fara að gista í tjaldi í garðinum þínum. Pabbi varð rosa spenntur yfir þessu og reddaði mér öllu þessu dóti,“ segir hún. „Þú ert ótrúleg,“ segi ég.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=