RISAstórar smáSögur 2025

128 „Sko, ég var að labba í skólann í morgun þegar ég sá glitta í eitthvað,“ segi ég. „Og hvað var það?“ spyr hún ofurspennt. „Fyrst var hóll fyrir svo ég var ekki viss, EN … ég kíkti aðeins betur og … þá … sá … ég …“ „Ætlarðu núna að slá met í að tala hæææægt?“ spyr hún. „Nei æ, allavega ég sá … þrjá fullorðna, tvo karla og eina konu og það var eitthvað vafasamt við þetta. Þau voru að tala um eitthvað sem ætti að gerast í nótt. Ég var alveg að fara að leggja aftur af stað þegar ég heyrði einn karlinn segja: Hittumst hér klukkan tíu í kvöld og munið, ekki láta mikið á ykkur bera. Ég held þetta hafi verið þjófar sem eru að fara að stela.“ „Í alvöru?“ spyr Lilja óörugg, í fyrsta sinn. „Ég er með plan,“ segi ég kokhraustur. „Getur þú kannski hjálpað mér?“ „Já, auðvitað,“ segir Lilja. Við útbúum skothelt plan. Planið er svona: Ég segist gista hjá Lilju og hún hjá mér. Svo læðumst við að hólnum. Pabbi Lilju er björgunarsveitarmaður, hann á fullt af dóti sem hún kemur með og ég tek nesti. Við njósnum um þjófana og þegar þeir fara af stað hlaupum við á eftir þeim og felum okkur í skottinu á bílnum þeirra. Svo náum við þeim og hringjum í lögguna!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=