11 Mamma spyr hvort það sé allt í lagi og Stefán ælir allri sögunni út úr sér á methraða með vælandi rödd. „Ég vil ekki sogast aftur inn í sjónvarpið og lenda aftur í kremju og tapa!“ Síðan setur hann hendina fyrir munninn og segir lágt: „Úps!“ Mamma starir á hann og blikkar hægt augunum og segir: „Á ég þá kannski að selja Nintendo tölvuna?“ „Já, gerðu það, gerðu þaaaað!“ segir Stefán. Næsta dag kemur stelpa með pabba sínum til að kaupa tölvuna af Stefáni. Fljótlega kemur það sama fyrir hana, hún sogast inn í fjarstýringuna og allt endurtekur sig.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=