127 Ótrúlegt en satt Jónína Kolbrún Kolbeinsdóttir, 10 ára Ég þarf að segja ykkur svolítið ótrúlegt, svakalegt, algjörlega klikkað! ENGINN trúir mér, ekki mamma og pabbi, ekki Harpa systir og ekki krakkarnir í skólanum! Ókei, ég þarf að hringja í Lilju og segja henni frá þessu. En fyrst þarf ég að útskýra. Ég heiti Dagur. Besta vinkona mín heitir Lilja, við höfum verið bestu vinir ótrúlega lengi. Mamma segir stundum að við séum eins og egg og beikon, ég skil það samt ekki. Krakkarnir í bekknum stríða okkur stundum fyrir að vera vinir. Mér finnst það leiðinlegt en núna er ég kominn með trix. Ég læt eins og enginn hafi sagt neitt leiðinlegt við mig, það virkar, í alvöru og ef þú trúir mér ekki, prófaðu það. Ég get ekki beðið lengur, ég verð að hringja í Lilju. „Hæ … Lilja.“ „Jebbsí pebbsí,“ segir hún sallaróleg. „Lilja komdu til mín strax!“ segi ég eins hratt og ég get. „Vóóó, ætlarðu að setja Íslandsmet í að tala hratt?“ spyr Lilja. „Æ, ekki núna, Lilja.“ „Já sorrý, hvað vantar?“ spyr hún. „Komdu, ég útskýri þetta heima hjá mér.“ „Já, ég kem,“ segir Lilja og leggur strax af stað.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=