123 Þá heyrði ég annað píp. Já einmitt, amma. Ég labbaði inn til ömmu með laufblaðið í vasanum. Ég sagði við sjálfan mig: „Úff, ég vildi óska mér að það væri eitthvað gott í matinn.“ Ég labbaði inn og sá pizzu, köku og nammi! „Af hverju er svona góður matur?“ spurði ég ömmu. „Ég ætlaði að ná í fiskinn til að setja í súpuna en það var eins og einhver ýtti mér að namminu,“ sagði amma. Þá skildi ég að það var ég sem óskaði þess að það myndi vera eitthvað gott í matinn. Þetta virkaði í alvörunni! Ég dreif mig að borða og svo hljóp ég í menntaskólann til Sigga. Ég hitti hann, hann var að labba í Hagkaup með vinum sínum. „Ef þú gætir óskað þér hvers sem þú vildir, hvað myndi það vera?“ spurði ég hann. „Ég my ...,“ sagði hann en ég greip fram í og sagði honum að halda á laufblaðinu. Þá sagði hann pirraður: „Ég myndi óska mér að þú myndir fara.“ Allt í einu fannst mér eins og ég væri að detta ofan í holu. Allt varð svart og svo var ég kominn eitthvert annað. Ég heyrði eitthvað skrýtið tungumál og spurði mann í skrýtnum fötum með miklum hreim: „Where am I?“ Hann svaraði: „No íngliss.“ Ég vissi ekki hvað ég átti að gera en svo sá ég einhvern mann sem var að tala íslensku. Ég spurði hann: „Hvar er ég?“ Hann sagði: „Þú ert á Skólavörðuholti og sjáðu þarna er Hallgrímskirkja.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=