122 að hlaupa á eftir því. Ég hélt að ég væri búinn að týna því en svo sá ég glytta í laufblaðið þegar það stoppaði allt í einu. Þá birtist allt í einu maður. Fötin hans voru græn og hann leit út eins og tröll. Hann var stór og sterkur og með gleraugu. Mér leið mjög skringilega og eiginlega eins og mig væri að dreyma. Allt í einu heyrði ég píp. Það var síminn að minna mig á að ég átti að fara til ömmu. Ég ákvað að byrja að hlaupa til ömmu en þá kom græni maðurinn til mín. „Taktu þetta. Þetta laufblað gefur þér þrjár óskir en passaðu þig þetta getur endað illa,“ sagði hann með drungalegri röddu. Ég var ekki viss um hvað ég átti að gera svo ég hélt áfram að labba. „Ég, af hverju ég? Ég gæti aldrei óskað mér neins góðs,“ sagði ég við sjálfan mig. Ég ákvað að labba af stað á meðan ég hugsaði af hverju ég fékk laufblaðið en ekki einhver eins og Siggi. Siggi myndi alltaf gera bestu óskirnar. Hann er nefnilega besti bróðir í heimi. Allt í einu sá ég græna manninn. Hann var að tala við skrýtinn mann. Hann var með stór blá augu og löng eyru. Bíddu er hann að tala við álf? hugsaði ég með mér. Hvað er að gerast?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=