121 Töfralaufblaðið Egill Stefánsson ,12 ára Klukkan var orðin margt og ég var orðinn mjög þreyttur en mér leið eins og ég þyrfti að vera enn þá vakandi. Klukkan var orðin tíu þegar ég loksins sofnaði. Þegar ég vaknaði sá ég að enginn var heima. Ég var einn heima af því að það var starfsdagur í skólanum mínum og allir farnir í vinnuna. Það var smá kalt úti og skýjað. Ég hljóp inn í eldhús með æsingi vegna þess að ég vissi að ég myndi fá hvað sem ég vildi í morgunmat. Ég fór að ná í nammið og sá miða. Á miðanum stóð: Ekki fá þér nammi. Ég bauð þér í mat hjá ömmu þinni. Ég hugsaði með mér: Uhh, ekki amma. Hún gefur mér aldrei neitt gott. Ég labbaði úr eldhúsinu og heyrði mjög skrýtið hljóð. Það var í vekjaraklukkunni minni sem ég hafði stillt til að vakna og fara í skólann. Ég er nú frekar gleyminn, en ég vissi að það var ekki skóli. Ég fór í skóna og úlpuna og ég labbaði af stað og stillti á áminningu í símanum ef ég skyldi gleyma mér og heimsókninni til ömmu. Ég var um það bil hálfnaður þegar ég sá eitthvað rosalega flott liggjandi á götunni. Það var laufblað sem var gulllitað. Ég ákvað að elta laufblaðið sem fauk í vindinum, en vindurinn var allt of sterkur. Ég ákvað samt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=