119 „Við erum komnar!“ Ég hrekk upp með andfælum. Ég lít ringluð í kringum mig og svo á mömmu. Hjartað mitt slær hratt. Ég finn að bolurinn minn er blautur í gegn af svita. Ég anda ótt og títt. „Við erum komnar, elskan,“ segir mamma aftur brosandi. „Hvar er pabbi?“ hrópa ég hátt og óttasleginn. Mamma virðist hissa á viðbrögðunum mínum og segir að hann sé úti á sjó en hafi hringt áðan og óskað mér góðs gengis á mótinu. „Var allt í lagi með hann?“ spyr ég áhyggjufull. „Já, það er allt í lagi með pabba þinn. Er ekki allt í lagi Sigurbjörg?“ spyr mamma hissa. „Jú, allt í fína lagi, drífum okkur inn.“ Mamma horfir ringluð á mig og skilur ekki neitt í neinu. Mikið er ég glöð að þetta hafi allt verið draumur ... eða bara martröð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=