RISAstórar smáSögur 2025

118 lít á götuna og þarna liggur hreyfingarlaus manneskja sem mamma starir á. Ég geng nær til að sjá hana betur og sé að þetta er pabbi! Ég fer að hágráta og lít svo í kringum mig og sé alla áhöfnina liggja á jörðinni á víð og dreif. En hvernig? Ég hleyp að bátnum og sé að stýrishúsið er brunnið til ösku og stór hluti af bátnum. Þarna við hlið bátsins liggur fullt af blautum eldspýtum. Skyndilega sé ég einhverja veru nálgast úr fjarska, hún lítur skelfilega út og virðist vera einhvers konar ófreskja. Ég sé þegar hún kemur nær að hún er svört og slímug, með risastór rauð augu og stingandi augnaráði. Húðin virðist vera nokkrum númerum of stór og lekur í fellingum utan á henni. Ég verð stjörf af hræðslu, finn hvernig hjartslátturinn eykst og svitinn lekur niður andlitið á mér. Ég kem ekki upp hljóði og fæ mig ekki til þess að hreyfa líkamann. Ég ranka loksins við mér þegar ófreskjan er aðeins nokkra metra í burtu og hleyp eins og ég eigi lífið að leysa aftur að bílnum! Ég hleyp aftur til mömmu sem liggur enn í götunni og grætur og svo … Ég sé að það er önnur ófreskja sem sest undir stýri á bílnum. Þessi er græn á litinn og öll í broddum. Munnurinn á henni er með óteljandi vígtönnum og hún er líka með stingandi rauð augu sem horfa í áttina til mömmu. Ófreskjan setur bílinn í gang og ætlar að keyra yfir mömmu! Mamma tekur ekki eftir því! Ég hleyp, öskra og …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=