RISAstórar smáSögur 2025

10 Stefán fer í Nintendo í sjónvarpinu í Tetris 99. Hann er alveg á fullu og lendir í 1. sæti og fagnar. Hann heldur áfram og kaupir nýja bakgrunna fyrir verðlaunamiðana. Svo heyrist í mömmu kalla: „Nú skaltu hætta. Ég eldaði uppáhaldsmatinn þinn. Komdu!“ Stefán heyrir þetta en heldur samt áfram. Hann fer í Tetrismaraþon en allt í einu sogast hann inn í fjarstýringuna og birtist á sjónvarpsskjánum. Það heyrist í mömmu kalla: „Komdu núna, annars er enginn skjátími í mánuð!“ Stefán er kominn inn í Tetris 99! Kubbarnir eru risastórir og hann þarf að snúa þeim og færa þá sjálfur með höndunum. Hann er alveg sveittur og togar kubbana hratt niður með böndum. Þá heyrist djúp og tæknileg rödd sem segir: „Meiri hraði!“ Stefán verður mjög hræddur. Hann er alveg að gefast upp, þetta er svo erfitt og hann endar undir einum kubbnum. Kubbarnir hlaðast upp og hann tapar. Stefán er í klessu inni í einum kubb og hann segir: „Æiiiii, ég hefði bara átt að hætta strax.“ Allt í einu sogast hann aftur út úr sjónvarpinu! Hann stendur upp og gengur rólega að matarborðinu. Hann er enn í smá sjokki eftir þetta allt saman á meðan hann borðar súpuna en reynir að láta eins og ekkert hafi í skorist. Næsta dag segir mamma: „Núna hefur þú unnið þér inn 30 mínútur í skjátíma!“ Stefán fellur á hnén og öskrar hræddur: „Nei, ekki meiri skjátíma!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=